- 16 stk.
- 13.08.2019
Árið 1991 stikaði Ferðafélag Akureyrar gönguleið upp á Ytri-Súlu og hefur haldið henni vel við. 2018 ákvað FFA að setja upp útsýnisskífu á Ytri Súlu til fróðleiks fyrir þá sem þangað ganga. Það var gert og var hún vígð 5. ágúst 2019. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar gekk á fjallið ásamt hópi úr FFA og vígði hún skífuna. Að því loknu var dreypt á freyðivíni.
Súlur er bæjarfjall Akureyrar og vinsælt að ganga á það bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn. Á síðasta ári skrifuðu 1.446 manns í gestabók á toppnum og af því var tæplega helmingur útlendingar.
Fulltrúar frá félaginu gengu á Ytri-Súlu og teiknuðu upp drög að skífu. Árni Ólafsson arkitekt setti drögin á stafrænt form sem síðan var greypt í messingskífu. Undirstaðan og skífan voru fluttar með vélsleða upp á tindinn í apríl. Hún var svo steypt niður í klöpp í lok júlí. Á henni eru 47 örnefni, hæð helstu fjalla í kring og fjarlægð þeirra.
Myndasmiður Árni Ólafsson