- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Um er að ræða gönguverkefni fyrir þá sem vilja njóta íslenskrar náttúru að hausti og vetri til í skemmtilegum félagsskap og kynnast fjölbreyttum gönguleiðum. Allar ferðir eru flokkaðar sem meðalerfiðar göngur. Gengið verður á milli staða. Þátttakendur þurfa að vera vanir gönguferðum og hafa reynslu af að ganga utan slóða.
Verkefnið stendur frá 18. október til 18. nóvember og hefst með undirbúningsfundi og fræðslu sem nýtist þátttakendum í ferðum sérstaklega á þessum árstíma. Síðan taka við fjórar ferðir.
Lágmarksfjöldi er 12 manns.
Umsjón með verkefninu og fararstjóri er Marjolijn van Dijk með henni í erfiðari ferðunum verða mismunandi aðilar.
Verð: 18.500 kr. fyrir alla. Greiða þarf þegar skráningu lýkur, krafa verður stofnuð í netbanka.
Nánari upplýsingar veitir: Marjolijn van Dijk fararstjóri á netfanginu hubertus@simnet.is eða í síma 863-5839. Formaður FFA veitir einnig upplýsingar á netfanginu formadur@ffa.is eða í síma 692-6904.
ATHUGIÐ:
Ekki er endurgreitt eftir að verkefni er hafið.
Í verkefnum og ferðum FFA ferðast þátttakendur á eigin ábyrgð. FFA tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra og hvetur fólk til að kynna sér eigin heimilistryggingar eða kaupa ferða- og slysatryggingu.