- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Ertu alltaf á leiðinni að hefja útivist og (fjall) göngur en kemur þér ekki af stað, eða viltu koma þér aftur í gönguform fyrir sumarið? Þá er þetta eitthvað fyrir þig. Stutt verkefni sem allir geta tekið þátt í og kemur fólki af stað.
Þátttakendur fá fræðsluefni sent, með góðum ráðum og búnaðarkynningu um það nauðsynlegasta og hvernig maður býr sig í gönguferðir svo og leiðarval. Umræður um mat á eigin getu í ferðum og áður en lagt er af stað. Léttar ferðir í byrjun. Gott utanumhald um hópinn sem verður í öruggum höndum reyndra fararstjóra og góð upplýsingagjöf verður veitt á facebókarsíðu hópsins.
Eftir námskeiðið ætti fólk að vera tilbúið til að fara í ferðir með FFA eða taka þátt í öðrum hreyfiverkefnum hjá félaginu.
Verkefnið hefst 27. apríl og því lýkur 9. maí. Hópurinn hittist fimm sinnum skv. auglýstri dagskrá.
Lágmarksfjöldi er 12 manns og hámarksfjöldi 20 manns.
Umsjón með verkefninu hafa Anna Sigrún Rafnsdóttir og Kristján Hreinsson og eru þau jafnframt fararstjórar í ferðunum.
Fyrirspurnum er hægt að beina til Önnu Sigrúnar á netfanginu annasr45@gmail.com eða í síma 848 1090. Fyrirspurnir er einnig hægt að senda á netfangið formadur@ffa.is
Skráningu lýkur 24. apríl og verkefnið hefst 27. apríl. Skráningarhnappur er efst á síðunni.
Verð: 17.500 kr. fyrir alla. Greiða þarf námskeiðið þegar skráningu lýkur; krafa verður stofnuð í netbanka. Ekki er endurgreitt eftir að verkefni er hafið.
Mikilvægt:
Ekki er endurgreitt eftir að verkefni er hafið.
Í verkefnum og ferðum FFA ferðast þátttakendur á eigin ábyrgð. FFA tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra og hvetur fólk til að kynna sér eigin heimilistryggingar eða kaupa ferða- og slysatryggingu.
Hagstætt er að gerast félagi í FFA. Með félagsskírteini FFA fæst afsláttur í mörgum sportvöruverslunum s.s. Skíðaþjónustunni og Útivist og sport auk afsláttar í ferðir, verkefni og gistingu í skálum og á tjaldstæðum FFA, sjá nánar: Gerast félagi í FFA, þar getið þið skráð ykkur í félagið.