Valur Magnússon
Fararstjóri
Valur ólst upp við útivist, veiðar og göngur á víðlendum Melrakkasléttu á öllum tímum árs. Síðar tóku fjöllin og víðlent hálendið á Austurlandi við. Hann flutti til Akureyrar 2004 og fór fljótlega í ferðir með FFA. Áhuginn þróaðist meira og meira
yfir í vetrarferðir á skíðum, bæði dagsferðir og ferðir þar sem er gist.
Valur hefur starfað í nefndum hjá FFA var meðal annars formaður Lambanefndar og fararstjóri hjá FFA bæði göngu- og skíðaferðir.
Uppáhaldstaðir eru margir en til að nefna eitthvað þá má t.d. nefna Flateyjardalinn á skíðum og Reykjaheiðina yfir í Kelduhverfi.