Sverrir Thorstensen
Fararstjóri
Sverrir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Að loknu prófi frá Kennaraskóla Íslands flutti hann í Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði þar sem hann var kennari og skólastjóri til 1992. Hann hefur síðan búið á Akureyri og starfaði sem kennari í Glerárskóla til 2009 þegar hann fór á eftirlaun. Sverrir fékk áhuga á fuglum á barnsaldri og eftir að hann flutti norður hafa rannsóknir og merkingar á fuglum verið hans aðal áhugamál. Sverrir hefur verið fararstjóri í fuglaskoðunarferðum hjá FFA síðan 1995, oftast í samstarfi við Jón Magnússon.
Uppáhaldsstaðir Sverris eru margir og tengjast rannsóknum hans á fuglum, þar má t.d. nefna óshólma Eyjafjarðarár, Fljótsheiði í S-Þingeyjarsýslu og Flatey á Breiðafirði.