
Stefán Sigurðsson
Stefán er fæddur og uppalinn á Akureyri. Í upphafi voru fjallaferðirnar sem hann fór í tengdar rjúpnaveiðum. Það var svo upp úr síðustu aldamótum sem áhugi á að ganga á fjöll óvopnaður hófst fyrir alvöru. Hann hefur einnig gengið á fjöll erlendis s.s. á Spáni og í Noregi. Síðustu tvö ár hefur kviknað áhugi á fjallaferðum á rafknúnum fjalla-hjólum. Undanfarin ár hefur Stefán verið með ferðir hjá FFA ásamt Ingimar Árnasyni.
Í þeim ferðum hefur verið blandað saman hjóla- og gönguferð. Stefán hefur starfað með félaginu og sat í stjórn FFA sem gjaldkeri í nokkur ár.
Sumarið 2022 var Stefán með fyrstu rafhjólaferðirnar sem verið hafa hjá FFA.
Uppáhaldssvæði Stefáns er Mývatnssveit með sínum óteljandi möguleikum á fjalla-hjólreiðum.