Maria Johanna van Dijk
Maria, eða Marjolijn eins og hún er kölluð er fædd í Hollandi og ólst upp í Ölpunum í Austurríki. Hún er lærður sjúkraþjálfari og starfar sem slík á Íslandi. Marjolijn flutti til Íslands árið 1996. Hún hefur starfað sem sjúkraflutningamaður og skíðakennari síðan hún kom auk þess að starfa með björgunarsveitinni Súlur.
Hún hefur stundað útivist frá unga aldri og stundað bæði skíði og fjallamennsku frá barnæsku og er komin með réttindi sem fjallaleiðsögumaður.
Marjolijn er í tveimur nefndum hjá FFA. Hún fór í sína fyrstu ferð sem fararstjóri sumarið 2022 en þá fór hún í ferðina „Bræðrafell-Askja“ sem hún verður einng með 2023. Hún tók við ferðinni af Frímanni Guðmundssyni sem hefur leitt hana í allan sannleika um jarðfræði, sögu og staðhætti svæðisins auk þess sem hún hefur gengið þessa leið nokkrum sinnum.
Uppáhaldssvæði hennar er Ísland og Austurríki, en þegar hún sér fjallatopp þá dregur löngunin hana þangað upp.