Kristín Irene Valdemarsdóttir
Kristín Irene er hálf norsk og hálf íslensk. Hún ólst upp á Akureyri og byrjaði í skátunum níu ára gömul. Útivera heillaði hana strax í barnæsku og hefur haldist til þessa dags. Á unglingsárunum og fram á fullorðinsár kynntist hún fjallamennsku og ferðaðist mikið um Tröllaskagann á skíðum og fótgangandi. Síðustu ár hefur hún stundað fjallahlaup, auk þess að skíða allan ársins hring. Kristín Irene unir sér best á fjöllum allan ársins hring og hefur skíðað marga hæstu tinda á Íslandi. Hún hefur ágætis reynslu af fjallaskíðamennsku og þekkir Tröllaskagann vel. Hún er líka vel fær í mannlegum samskiptum enda kennari, markþjálfi og með oggulitla gráðu í sálfræði. Hún starfar nú sem verkefnastjóri í Lundarskóla á Akureyri.
Uppáhaldsstaðurinn er Tröllaskaginn, dalirnir, tindarnir og fjallaskörðin.
Innstagramsíðan hennar: https://www.instagram.com/kristin.irene/
Vefsíðan hennar: https://www.skottast.is/
Kristín byrjaði fararstjórn hjá FFA 2021 og hefur verið með fjallaskíðahópa og fjalla-skíðanámskeið hjá FFA ásamt manni sínum Jóni Marinó Sævarssyni.