Jóhanna Ásmundsdóttir
Jóhanna ólst upp á Húsavík og má segja að Húsavík og nágrenni séu hennar uppáhaldsstaðir. Hún hefur þó gengið meira á Suðurlandi en hér fyrir norðan, t.d. farið 10 sinnum yfir Fimmvörðuháls með fjölbreyttum hópum við allskonar aðstæður. Hún er íþróttakennari að mennt og hefur starfað sem grunnskólakennari síðan hún flutti til Akureyrar 2010.
Jóhanna hefur alltaf haft mikinn áhuga á hvers kyns íþróttum, hreyfingu og útivist. Framan af voru það keppnisíþróttirnar sem tóku mestan tíma en með aldrinum og auknum þroska jókst áhuginn á allskonar útivist. Hún bjó lengi í Reykjavík og var þá félagi í Útivist og ferðaðist með þeim víða um Suðurland í mörg ár. Einnig hefur hún verið í nokkrum vinahópum sem hafa haft það að áhugamáli að ganga á fjöll og njóta útivistar bæði hér heima og erlendis.
Jóhanna hóf að starfa með ferðanefnd FFA 2023. Hún hefur tekið að sér fararstjórn í nokkrum ferðum.