Ingibjörg Elín Jónasdóttir
Ingibjörg er fædd og uppalin á Sauðárkróki og þekkir því vel til í Skagafirði. Hún hefur alltaf haft áhuga á íslenskri náttúru og útivist en göngur um óbyggð svæði höfða mest til hennar. Hún notar hvert tækifæri til að ganga á svæðum sem hún hefur ekki komið á áður. Hún hefur verið með leiðsögn í gönguferðum á mörgum stöðum eins og í Mývatnssveit, Jökulsárgljúfrum og í Skagafirði. Árið 2020 tók hún að sér ferð fyrir FFA í Mývatnssveit og 2022 ætlar hún að leiða hóp um Hegranesið.
Ingibjörg er menntaður grunnskólakennari, leiðsögumaður og ferðamálafræðingur. Frá árinu 2014 hefur ferðamennska tekið sívaxandi hluta af störfum hennar og nú starfar hún eingöngu á þeim vettvangi.
Uppáhaldssvæði Ingibjargar eru nokkuð mörg en Vestfirðir, Jökulsárgljúfur og Þórs-mörk eru efst á listanum.