
Herdís Zophoníasdóttir
Herdís er fædd og uppalin í Reykjavík, var í sveit í Skagafirði sem barn og komst þar í kynni við sveitalíf og óspillta náttúru. Hún hefur verið mikil útivistarmanneskja alla tíð og stundað fjallgöngur af ástríðu á sumrin og urðu laugardagsgöngurnar með FFA oft fyrir valinu. Á veturna heilluðu skíðabrekkurnar og voru þá börnin hennar besti félagsskapurinn.
Herdís er menntuð íþróttakennari og grunnskólakennari og lærði til náms- og starfsráðgjafar og vann við það við Menntaskólann á Akureyri í 15 ár. Herdís lauk leiðsögumannanámi 2019 og starfaði sem leiðsögumaður fyrir covid 19 og hefur nú tekið þráðinn upp aftur.
Herdís sat í ferðanefnd FFA í nokkur ár. Frá hausti 2020 hefur hún verið í nefnd um barna- og fjölskyldustarf.
Herdís byrjaði sem fararstjóri hjá FFA 2020.