Fararstjórar

Til baka

Halldór Halldórsson

Fararstjóri

Halldór Halldórsson er fæddur og uppalinn á Akureyri og starfar sem úrsmiður á Glerártorgi.

Haddi ólst upp við þau forréttindi að ferðast víða og njóta útivistar með foreldrum sínum. Hann gekk í björgunarsveit 1993 og hefur starfað þar meira og minna síðastliðin 30 ár.

Fjölbreytt ferðalög um hálendið, gangandi, skíðandi eða keyrandi eru hans aðaláhugamál.

Meðal uppáhaldsstaða hans er laugin í Laugafelli. Eftir góðan skíðadag frá Vatnahjalla í Eyjafirði í Laugafell, sem hann hefur margoft farið, er ekkert í líkingu við það að fara í ylvolga laugina.

Nauðsynlegt í bakpokann er gott landakort.

Halldór kemur til liðs við FFA sem fararstjóri 2024.