Fararstjórar

Til baka

Guðný Sigríður Ólafsdóttir

Fararstjóri

 

Guðný kemur að austan, er Borgfirðingur eystri í húð og hár og þakkar hún umhverfinu þar og nálægðinni við náttúruna útivistaráhuga sinn. Hún flutti til Dalvíkur haustið 1988 og hefur búið þar síðan.

Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á alls kyns útivist, sérstaklega gönguferðum á alls kyns fell og fjöll og hefur einnig mikinn áhuga á flóru Íslands og ýmis konar ræktun. Hún er fjörulalli, sjórinn hefur gríðarlegt aðdráttarafl í hennar huga, enda alin upp nánast í fjöruborðinu fyrir austan. Myndavélin er oftar en ekki í bakpokanum, en ljósmyndun er eitt af fjölmörgum áhugamálum Guðnýjar.

Guðný hefur starfað sem kennari í Dalvíkurskóla frá haustinu 1988. Henni leiðist ákaflega að sitja auðum höndum, því fór hún í leiðsögunám og útskrifaðist sem leiðsögumaður frá Símenntun Háskólans á Akureyri vorið 2024. Hún hefur starfað nokkuð sem leiðsögumaður á Víknaslóðum, farið allnokkrar ferðir með hópa í Stórurð og einnig suðurhluta Víknaslóða.

Víknaslóðir eru uppáhaldsgöngusvæði Guðnýjar, enda þekkir hún orðið vel til þar. Hún hefur síðastliðin 10 ár starfað sem skálavörður í skálum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, viku hvert sumar, ýmist í Breiðuvík, Húsavík eða Loðmundarfirði.

Guðný hefur einnig verið virk í starfi Ferðafélags Svarfdæla og situr í stjórn þar.

Ómissandi í bakpokann:
Heitur tesopi og lifrarpylsa, sokkar, vettlingar og göngukort.

Uppáhaldsblóm: Dýragras