Grétar Grímsson
Grétar er fæddur og uppalinn í Reykhólasveit fyrir botni Breiðafjarðar. Hann hafði alltaf áhuga á fjöllunum sem voru í sjónmáli, hæð þeirra og nöfnum og oft var farið í fjallgöngur. Á vinnu- og námsárum á höfuðborgarsvæðinu fór lítið fyrir slíkum pælingum en eftir búferlaflutning til Akureyrar vaknaði fjallaáhuginn á ný enda fjalla-hringurinn ótæmandi. Hann hefur ferðast töluvert um Ísland með konu sinni svo og um Evrópulöndin og til fjarlægra landa í austri og vestri.
Grétar hefur starfað í ýmsum nefndum hjá félaginu eins og Lambanefnd, ferðanefnd og gönguleiðanefnd. Í dag er hann varaformaður í ferðanefnd, Lambanefnd og göngu-leiðanefnd. Hann byrjaði sem fararstjóri hjá Ferðafélagi Akureyrar 1995 og var fyrsta ferðin í Fjörður. Hann hefur verið fararstjóri í ótal ferðum á vegum FFA síðan.
Uppáhaldssvæði Grétars er náttúrulega Glerárdalurinn og svo Tröllaskaginn.