Fararstjórar

Til baka

Einar Bjarki Sigurjónsson

Fararstjóri

Einar Bjarki er alinn upp í Hafnarfirði en var meira í sveitinni í Hrútafirði frá 13 ára aldri. Hann hefur alltaf verið mikið náttúrubarn og helst hvergi annarsstaðar viljað vera. Frá 2001 hefur hann starfað sem grunnskólakennari á Svalbarðseyri og er meðlimur í Súlum, björgunarsveit á Akureyri þar sem hann hefur m.a. kennt ferðamennsku og rötun. Hans helsta ástríða er útivist og hreyfing og hefur farið í ýmsar ferðir, bæði langar og stuttar allan ársins hring. Hann þekkir því vel til fjalla og ferðamennsku hvort heldur sé gangandi, hlaupandi eða hjólandi. 

Einar byrjaði með hreyfihóp haustið 2020 síðan hefur hann tekið að sér ferðir af og til á vegum FFA.