
Brynhildur Bjarnadóttir
Brynhildur ólst upp á Möðruvöllum í Hörgárdal og fékk fjalla- og náttúruáhugann beint í æð, enda alin upp af annáluðu göngufólki. Áhugi á blómum og hvers kyns gróðri vaknaði snemma og hún menntaði sig í almennri líffræði og síðar skógvistfræði. Í dag starfar hún sem kennari í náttúruvísindum við Háskólann á Akureyri. Brynhildi finnst fátt skemmtilegra en að ganga á fjöll og njóta góðrar útivistar á fallega landinu okkar. Eitt af því sem gerir fjallgöngur svo áhugaverðar, er að í þeim gefst góður tími til að veita blómum og gróðri athygli. Hún hefur stundað hlaup og útivist í fjölmörg ár og gengið um ýmis svæði á landinu, þó sínu mest um Tröllaskagann.
Uppáhaldssvæði Brynhildar eru mörg, en Staðarhnjúkur ofan við Möðruvelli á sérstakan stað í hjarta hennar.
Brynhildur byrjaði fararstjórn hjá FFA 2020.