Fararstjórar

Til baka

Bóthildur Sveinsdóttir

Fararstjóri

Bóthildur er fædd og uppalin í „Firðinum fagra“ (gæluorð brottfluttra Borgfirðinga um Borgarfjörð eystri). Hún byrjaði fljótlega að skríða upp á næstu hóla og svo upp á fjöllin eftir því sem getan óx og fyrir tvítugt hafði hún gengið á flesta fjallstinda sem sáust frá bænum. Hilda gerðist félagi í FÍ 1984 og svo í Útivist. Var í ferðanefnd hjá Útivist í nokkur ár og starfaði þar sem fararstjóri, aðallega á Hornströndum og Víknaslóðum, og í styttri ferðum á Suðurlandi. Hún hefur gengið mikið með eiginmanni sínum Bernard.

Hilda eins og hún er yfirleitt kölluð gekk svo í Ferðafélag Akureyrar þegar hún fluttist norður og var í ferðanefnd félagsins frá árinu 2020 til 2022. Hún vinnur sem gjörgæslu-hjúkrunarfræðingur á SAK. Hilda stundar gönguskíði og hefur m.a. gengið á gönguskíðum yfir Vatnajökul, Laugaveginn og Kjöl auk flestra stærstu jökla landsins. Hún hefur gengið á nokkur fjöll erlendis s.s. Toubkal hæsta fjall N-Afríku, Kilimanjaro og nokkratinda í svissnesku Ölpunum. Hilda hefur mikinn áhuga á náttúrunni. Með móðurmjólkinni fylgdi þekking á blómum og fuglum. 

HIlda byrjaði fararstjórn hjá FFA 2021.

Einn af uppáhalds stöðum hennar er Stórurð.