Björn Vigfússon
Fararstjóri
Björn Vigfússon er fæddur á Húsavík en flutti 15 daga gamall til Akureyrar sem hefur verið hans staður síðan. Björn er sagnfræðingur að mennt og stundaði nám í Svíþjóð. Frá haustinu 1998 hefur hann ég kennt við Menntaskólann á Akureyri en kenndi áður við Menntaskólann á Egilsstöðum.
Björn gengur stundum á fjöll eins og Hvannadalshnjúk og eyfirsku fjöllin en aðallega trítlar hann um í bæjarlandinu og nærsveitum. Hann hefur áhuga á stöðum með sögu og einn slíkur staður eru Gásir við Eyjafjörð. Hann hefur tekið að sér fararstjórn fyrir FFA af og til.