Fararstjórar

Til baka

Arnar Bragason

Fararstjóri

Arnar er fæddur og uppalinn á Húsavík og var lengi virkur í íþróttum þar, aðallega fótbolta og skíðamennsku. Hann hefur búið á Akureyri frá árinu 1998.

Áhugi Arnars á göngu til fjalla byrjaði samhliða skotveiðiáhuga en hefur á síðustu árum víkkað út og eru gönguferðir úti í náttúrunni nú eitt af hans aðal áhugamálum, hvort sem er á sumrin eða veturna. Hann hefur einnig mikinn áhuga á öllum tegundum skíðamennsku og koma fjalla- og ferðaskíðin sterk inn hjá honum.

Arnar hefur gengið víða á Íslandi og hefur orðið víðtæka reynslu af slíkri ferðamennsku. Hann hefur farið í þó nokkrar ferðir á vegum Ferðafélags Akureyrar í gegnum árin og hefur meðal annars tekið þátt í „Þaulanum“ árlegum gönguleik FFA frá byrjun ásamt fjölskyldu sinni.

Arnar starfar sem mjólkurfræðingur hjá MS á Akureyri. Hann leiðir verkefnið „Gengið inn í haustið með FFA“ haustið 2022. Hann hefur síðan verið með nokkrar ferðir fyrir félagið.