Anna Sigrún Rafnsdóttir
Anna Sigrún ólst upp í þorpinu á Akureyri. Ástríða hennar fyrir útivist byrjaði snemma og var umhverfið sem hún ólst upp í góður vettvangur fyrir allskonar útivist. Snemma gekk hún til liðs við skátahreyfinguna sem styrkti áhuga hennar á útivistinni. Um leið og hún hafði aldur til gekk hún í Hjálparsveit skáta og síðar í Björgunarsveitina Súlur. Hún starfaði mörg ár í Björgunarsveitinni og var lengi skyndihjálparleiðbeinandi í Björgunarskóla Landsbjargar. Í dag er hún sjálfboðaliði hjá Rauða Krossi Íslands og kennir þar m.a. skyndihjálp.
Útivist af öllu tagi hefur alltaf átt hug og hjarta Önnu Sigrúnar og skipta fjöllin hundruðum sem hún hefur gengið á í gegnum tíðina. Skíðaáhuginn hófst snemma og gildir einu hvort það eru göngu-, fjalla- eða svigskíði, henni finnst allar skíðategundir jafn heillandi.
Anna Sigrún hefur lengst af starfað sem grunnskólakennari en er í dag ráðgjafi hjá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri.
Vorið 2024 útskrifaðist Anna Sigrún sem leiðsögumaður frá Símenntun Háskólans á Akureyri.
Veturinn 2022 hóf hún að leiðsegja á utanbrautargönguskíðanámskeiðum ásamt Bryndísi Indíönu Stefánsdóttur.
Ómissandi í bakpokann:
Skyndihjálparpakki
Vettlingar
Uppáhalds útivistarsvæði Önnu Sigrúnar:
Eyjafjörður með öllum sínum möguleikum