Fararstjórar

Til baka

Aðalsteinn Árnason

Fararstjóri

Steini var fyrsti skálavörður FFA í Laugafelli og var það honum mjög kært af ýmsum ástæðum, til að mynda þar sem nafni hans og afi var einn af þeim ferðafélagsmönnum sem reistu Laugafellsskálann og ruddu bílfæra leið um Vatnahjallann upp úr Eyjafirði.

Steini hefur alla tíð stundað ýmsa útivist, róið, hlaupið, hjólað, skíðað og gengið á fjöll og jökla. Yfir Vatnajökul að vetrarlagi eitthvað fyrir tvítugt og nú nær í tíma kleif hann Island Peak í Nepal, 6200 metra háan. Grænlandsjökull var svo þveraður vorið 2022 á gönguskíðum; í góðum hópi hraustra manna og kvenna. Hann er menntaður leiðsögumaður en hefur alla tíð framfleytt sér við verslunarrekstur.

Steini starfar nú sem svæðisstjóri hjá Icewear á Norðurlandi.

Fyrsta ferðin sem Steini verður með á vegum FFA er skíðaferð í Laugafell í apríl 2023.

Uppáhaldsfjallið hans er og verður Herðubreið, en hún er helst heimsótt árlega.

Að eigin sögn er Steini aldrei í besta forminu, en gengur þetta á gleðinni.