- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Um síðustu helgi var varin vinnuferð í Dreka á tveimur bílum. Í ferðinni voru Árni Ingimarsson Bjarni Stefánsson Hilmar Antonsson Stefán Stefánsson auk...
Um síðustu helgi var varin vinnuferð í Dreka á tveimur bílum. Í ferðinni voru Árni Ingimarsson Bjarni Stefánsson Hilmar Antonsson Stefán Stefánsson auk undirritaðs. Lögðum við upp á föstudagskvöld frá Akureyri kl. 18.30 og gekk ferðin í Dreka vandræðalaust færi ágætt og komnir þangað fyrir miðnætti. Frost var -6°C logn og stjörnubjart. Á laugardagsmorgunn var hitinn kominn í +5°C og hélst það sem eftir var helgar. Verkefnið var að koma sólóvélinni fyrir í “gamla” Dreka en hún fór að leka síðastliðið haust og var þá tekin með til byggða til viðgerðar. Gekk það vel og var kveikt upp í henni á hádegi. Eftir hádegið var afráðið að nota góða veðrið og snjóinn og skreppa skoðunarferð í Bræðrafell Þar var allt eins og átti að vera og ágætis færi þangað. Á sunnudag helltum við olíu á tanka þrifum og gengum frá. Lögðum af stað heim um hádegi og var færið orðið ansi blautt. Gekk ferðin vandræðalítið niður að Hrossaborg og vorum við komnir til Akureyrar fyrir kvöldmat.
Ingimar Árnason
Myndir úr ferðinni eru á myndasíðu