- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Skruppum dagsferð í dag sumardaginn fyrsta í Herðubreiðarlindir með tjónamatsmann til að meta vatnstjónið í Strýtu. Sá litli snjór sem var á veginum var harðfrosinn og uppistöðutjarnir á veginum með minna móti og því gekk ferðin inneftir greiðlega lagt af stað 7:00 og komnir fyrir 11:00. Ísinn í kringum Strýtu er kominn niður fyrir gólfhæð en enn var ís inni í strýtu sem við brutum upp og komum út. Gólf er gegnsósa af vatni rífa þarf af dúk og spónaplötur en gólfborð gætu þornað einangrun í gólfi er froðuplast. Óljóst er með veggi hvernig þeir fara en einagrun þar er steinull. En hvað gerðist? Það virðist sem að vatnsmagnið sem kemur úr vatninu suðvestan við Þorsteinsskála hafi tvöfaldast jafnvel þrefaldast og rennur nú vatn suður fyrir hraunkambinn og dreifist fyrir vestan Strýtu. Þetta vatn hefur svo bólgnað upp og flæmst út um víða völl og þar með umhverfis Strýtu og flætt inn eins og sjá má á myndum úr ferðinni í mars. Heimferð gekk að óskum og komnir í bæinn 19:30 Myndnir er að finna í myndaalbúmi