- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Sparisjóður Norðlendinga styrkir Ferðafélag Akureyrar um eina milljón króna
Ferðafélagið (FFA) hefur unnið að því hörðum höndum í sumar við að reisa nýtt hús sem ætlað er að standa við Drekagil í Dyngjufjöllum. Með tilkomu hússins verður bætt úr brýnni þörf fyrir gestamóttöku, upplýsingarmiðstöð og landvarðarbústað á svæðinu.
Ferðafélagið leitaði til Sparisjóðs Norðlendinga með styrk í þetta verðuga verkefni og svaraði Sparisjóðurinn með því að veita félaginu 1.000.000 kr. styrk til verksins.
Hið nýja hús félagsins er hið glæsilegasta timburhús með mjög góðri aðstöðu innandyra. Húsið er lokaáfangi í uppbyggingu FFA við Drekagil að sinni.