Skíðaferð á Tungnahryggsjökul

Næsta ferð
12. – 13. apríl. Barkárdalur – Tungnahryggur – Skíðadalur. Skíðaferð 3 skór
Ekið er að Bugi og gengið þaðan fram sléttlendan dalinn norðan megin ár upp Barkárjökulinn í Hólamannaskarðið. Þegar komið er á Tungnahryggsjökulinn er sveigt norður með Tungnahrygg að skálanum. Næsta morgun er gengið yfir eystri hluta jökulsins og niður í Skíðadal.

Fararstjóri: Grétar Grímsson.
Verð: kr. 3.700 / kr. 4.700
Innifalið: Fararstjórn, gisting, akstur.

Brottför kl. 9.00


Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins
föstudaginn 11. apríl milli kl. 17.30 og  19.00 eða í
tölvupósti ffa@ffa.is

Ferðanefnd   FFA