Námskeið fyrir fararstjóra

Ferðanefnd FFA stendur fyrir námskeiðum fyrir fararstjóra.

Námskeiðin eru tvö annað í skyndihjálp (tveir heilir dagar og eitt kvöld)

Hitt námskeiðið er í  rötun og stendur 3 kvöld.

Skyndihjálparnámskeiðið verður 27.,28. og 29. janúar. Kennt verður í húsi

Súlna Hjalteyrargötu 12, gengið inn að vestanverðu. Þetta námskeið kostar

kr.25.000.

Rötunarnámskeiðið verður 7., 8. og 9. febrúar Kennt veður í húsi Súlna

Hjalteyrargötu 12, gengið inn að vestanverðu. Þetta námskeið kostar

kr.15.000.

Ferðafélag Akureyrar greiðir niður kostnað félagsmanna sinna um kr.20.000

ef farið er á bæði námskeiðin og kr. 15.000 ef farið er a eitt námskeið.

Einnig er bent á að stéttafélög greið gjarnan kostnað af svona námskeiðum.

Til að fá endurgreiðslu þarf að sýna ljósrit af kvittun fyrir

námskeiðsgjaldi.

Æskilegt er að styrkþegar taki að sér fararstjórn í að m.k. tveim ferðum

næstu tvö árin.

Ekki er gerð krafa á félagsaðildað FFA.

Hægt er að skrá sig með tölvupósti til ffa@ffa.is þar sem kemur fram fullt

nafn og símanúmer, einnig tekur Hólmfríður Guðmundsdóttir við skráningum í

síma 868 1862