Næstu ferðir, 7-13 júní

7.-11. júní er gönguvika og farnar verða stuttar kvöldgöngur við flestra hæfi. Mæting er kl. 19:00 á skrifstofu FFA.
Laugardaginn 12. júni verður gengið á Hólafjall í Eyjafirði og á sunnudeginum 13. júní verður gengið á Hallok í tengslum við Fífilbrekkuhátiðina að Hrauni í Öxnadal.

 

7. – 11. júní. Gönguvika  -   

Stuttar tveggja til þriggja klukkustunda kvöldgöngur við flestra hæfi.
Mánudaginn 7. Reyká í Eyjafirði 
Þriðjudaginn 8. Fossá í Hörgárdal 
Miðvikudaginn 9. Torfugil 
Fimmtudaginn 10. Þverárgil 
Föstudaginn 11. Stóralækjargil í Öxnadal  
Fararstjórar: Frímann Guðmundsson / Konráð Gunnarsson
Verð: Frítt
Brottför frá FFA kl. 19.00

12. júní. Hólafjall   
Ekið á einkabílum að Þormóðsstöðum í Sölvadal. Þaðan er gengið upp hlíðina og á hrygg Hólafjalls þar sem sjá má ummerki um gamlan akveg inn á hálendið. Gott útsýni er yfir byggðina og út Eyjafjörðinn. Komið er til baka að Þormóðsstöðum.
Fararstjóri: Grétar Grímsson.
Verð: kr. 1.500 / kr. 2.000
Innifalið: Fararstjórn.
Brottför frá FFA kl. 8.00

13. júní. Fífilbrekkuhátíð að Hrauni   
Í samstarfi við Ferðafélagið Hörg verður boðið upp á göngu á Halllok undir leiðsögn eins okkar fróðustu manna um þetta svæði. Auk þess verða aðrir menningarviðburðir í tilefni dagsins.
Fararstjóri: Bjarni E. Guðleifsson.
Verð: Frítt.
Brottför frá FFA kl. 8.00