Næstu ferðir

Næstu helgi förum við í tvær ferðir.

Bræðrafell-Kollóttadyngja-Askja. skor skor skor Myndir

11.– 15. ágúst. Brottför kl. 8 með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri:  Verð: 70.000/62.000. Innifalið: Akstur, gisting og fararstjórn.
Skráningargjald kr. 10.000 greiðist við bókun. Lágmarksfjöldi: 10.
Gist í skálum og gengið með búnað og svefnpoka.
1.d. Ekið í Herðubreiðarlindir. Gengið þaðan í Bræðrafell, nýjan skála FFA og gist þar, 17 km.,
2.d.Gengið á Kollótudyngju og Bræðrafellið skoðað. Gist í Bræðrafelli.
3.d.Gengið frá Bræðrafelli í Drekagil, 17 km.Gist í Dreka.
4.d.Gengið frá Drekagili, yfir Dyngjufjöll að Öskju og ef til vill farið í sund í Víti.
Hópurinn sóttur á bílastæðið við Öskjuop og keyrður til baka að Dreka Ekið heim um kvöldið.

Hreppsendasúlur. Fjall mánaðarins 1052 m skor skor Fjall Myndir
12. ágúst. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Haldið á fjallið skammt vestan við neyðarskýlið á Lágheiði, upp á súlurnar og til baka sömu leið. Þegar á toppinn er komið blasir við stórkostlegt útsýni til allra átta. Þetta er frekar létt ganga við hæfi flestra. Alls 6 km. Hækkun 850 m.