- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Raðganga 1: Þorvaldsdalur-Hörgárdalur Myndir
1. júlí. Brottför kl. 8 á rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Verð: 6.500/6.000. Innifalið: Rúta, Fararstjórn. Ekið að Stærra-Árskógi og að Hrafnagilsá ef færð leyfir. Gengið þaðan að Fornhaga í Hörgárdal, 25 km.
Mesta hæð 520m.
Þorvaldsdalur er við vestanverðan Eyjafjörð og skerst inn á milli fjallanna upp af Árskógsströnd. Hann klýfur hálendið vestan Kötlufjalls og allt til Fornhaga í Hörgárdal, þar sem gangan okkar endar. Hann er um 20 km langur frá norðri til suðurs.
Í Þorvaldsdal er að finna fjölbreytt og sérkennilega fagurt landslag, sem mótast mjög af miklum berghlaupum sem hafa stíflað dalinn á nokkrum stöðum svo myndast hafa stöðuvötn, sem síðar hafa fyllst upp og mynda grundir og votlendi. Sum þessara berghlaupa eru tiltölulega ung og eitt þeirra aðeins fárra áratuga gamalt. Mikil og fallegur gróður er á dalnum enda er hann vinsælt útivistarsvæði á sumrin. Þar eru einnig merkar sögulegar minjar, sem eru tættur eyðibýla af ýmsum aldri og sumar friðlýstar skv. þjóðminjalögum.