- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Lúxusgönguferð í Mývatnssveit
Laugardaginn 21. október er fyrirhuguð gönguferð í Mývatnssveit ásamt gistingu á nýja Fosshótelinu þar í sveitinni.
Fararstjóri er Stefán Sigurðsson.
Farið verður á einkabílum frá skrifstofu FFA við Strandgötu kl. 10:00.
Fyrirhugað er að ganga frá Leirhnjúk eftir endilöngu Dalfjalli suður í Námaskarð. Mikið útsýni er til allra átta. Gengið er niður mikla misgengissprungu og síðan yfir hraun frá Mývatnseldum. Eldstöðvar og misgengi á Dalfjalli gefa innsýn í landgliðnunina. Þetta eru um 9 km og áætlaður göngutími er 3 klst. Nokkuð létt ganga.
Að göngu lokinni skrá menn sig inn á hótelið.
Þriggja rétta kvöldverður fyrir tvo (bleikja í forrétt, lamb í aðalrétt og súkkúlaðikaka í eftirrétt+kaffi) ásamt morgunverði fyrir tvo. Tilboðsverð samtals fyrir tvo: 25.500 kr.
Tilboðsverð fyrir einstaklingsherbergi ásamt kvöldverði og morgunmat: 19.500 kr.
Á hótelinu er sauna (opið kl. 16-22) sem er opið öllum gestum.
Happy hour er kl. 18-19.
Hvetjum við fólk til að taka þátt og að sjálfsögðu er ekkert skilyrði að fara í gönguna. Þeir sem vilja geta haft það gott á hótelinu á meðan eða gert hvað sem þeim sýnist.
Skráning hjá ffa@ffa.is eða á skrifstofunni í s. 462-2720 á opnunartíma.