Næsta ferð: Ljósavatn

Ljósavatn
Ljósavatn

Gengið kringum Ljósavatn.
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.

Ljósavatn er stöðuvatn í Ljósavatnsskarði í Þingeyjarsveit. Vatnið er 3,2 ferkílómetrar að stærð og er ein eyja í miðju vatninu sem kölluð er Hólmi, eða Hólminn. Meðaldýpt vatnsins er 10,5m en dýpst er það 35m. 
Við Ljósavatn standa samnefndur bær og Ljósavatnskirkja en á Ljósavatni bjó Þorgeir Ljósvetningagoði sem fékk það hlutverk fyrir rúmum 1000 árum að ákveða hvaða trú yrði tekin upp á Íslandi. Hann valdi kristna trú og henti goðalíkneskjum sínum úr Ásatrú í foss sem við þekkjum í dag sem Goðafoss. 

Ekið verður að Arnstapa þar sem gangan hefst, gengið umhverfis vatnið og hugað að gróðri og fuglalífinu. Við hvetjum ykkur til að taka börnin með en þetta er þægileg ganga fyrir alla fjölskylduna. 
Vegalengd 9 km.