Næsta ferð fimmtudaginn 25. apríl: Grenivíkurfjall

ATH ný dagsetning!

Grenivíkurfjall (gönguferð)

Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Bernard Gerritsma og Bóthildur Sveinsdóttir
Fjallið er ofan við Grenivík og sunnan við Kaldbak. Gengið er í melum og móum eða á snjó ef svo ber undir. Uppi í 500 m hæð blasir allur fjörðurinn við augum. Þetta er tiltölulega þægileg ganga, hvergi bratt. Hugsanlega eru blautir kaflar eða snjór á leiðinni og því betra að vera í góðum skóm sem þola bleytu. Gott er að taka með sér vatn því ekkert vatn er á leiðinni.
Vegalengd alls 4-5 km. Gönguhækkun: 300-400 m.
Verð: 2.500/4.000. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Búnaðarlisti

Skráning