Næsta ferð: Almannavegur – forn leið um Ódáðhraun

Almannavegur
Almannavegur

Almannavegur – forn leið um Ódáðhraun skor skor skor
15.- 16. júlí. Brottför kl. 8
á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Verð: 9.500/9.000  Innifalið: Fararstjórn og gisting.


Ekið austur að Hrossaborg og suður Herðubreiðarslóð (F88) á móts við Ystafell sunnanvert þar sem gangan hefst. Gengið um hraunið til vesturs í stefnu á Vörðukamb í Fjallagjá og þaðan fylgt vörðum í átt að Sveinagjá. Þegar komið er yfir gjána er tekin stefna af vörðuleiðinn norður með Nýjahrauni og í Fjallaborg þar sem gist verður. Daginn eftir er gengið um Taglabruna suður á vörðuleiðina og þá vestur um Þrengsli og að Lúdentsborgum.

Vegalengd alls um 47 km. 
Ath. Að ekkert vatn er að hafa á leiðinni.