Næsta ferð, 8. mars

Skíðagönguferð. Stórhæð - Hrappsstaðaskálar

Mæting við skíagönguhúsið í Hlíðarfjalli. Lagt af stað þaðan kl. 10.
Fararstjórn: Þóroddur Þóroddsson
Gengið á skíðum frá Skíðagönguhúsinu upp á Stórhæð og gengið af Stórhæðinni út Hrappstaðakálarnar út að girðingunni á móts við Stórahnjúk og svipaða leið til baka.
Rennsli á bakaleið frá Stórhæð niður á skíðagöngusvæðið nokkuð krefjandi og fer það eftir snjóalögum.
Vegalengd um 8 km. Hækkun 200+ m. Skíðað í 3-4 klst.
Þátttaka ókeypis