Næsta ferð 6. apríl: Heljardalsheiði

Heljardalsheiði: Skíðaganga -
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Kristján E. Hjartarson
Ekið til Dalvíkur og áfram inn í Svarfaðardal að Koti. Þaðan er lagt upp og gengið að eyðibýlinu Vífilsstöðum og áfram fram Vífilsgrundir. Farið er yfir Svarfaðardalsá fram undir Heljarbrekkum. Gengið upp Möngubrekkur að Stóruvörðu og í Heljuskála á Heljardalsheiði. Þar er litið í bæinn og hellt upp á kaffi og slakað á áður en skíðin verða spennt á fætur og haldið niður í byggð á ný.
Vegalengd alls 13-14 km. Gönguhækkun: 670 m.
Verð: 3.500/5.000. Innifalið: Fararstjórn.

Áætlaður tími ferða er aðeins viðmið og fer eftir hópnum og aðstæðum hverju sinni.

Búnaðarlisti

SKRÁNING