- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Arnar Bragason
Dýjafjallshnjúkur er hæsti hnjúkur í fjallahringnum kring um Svarfaðardal og Skíðadal og jafnframt hæsta fjall á Tröllaskaga norðan Öxnadals, 1445 m hátt.
Gengið frá bænum Dagverðartungu í Hörgársveit sunnan Fornhagagils. Síðan fram með Úlfá og Tungudalsá inn í Ytri-Tungudal að Dyngjuhnjúk. Þar er farið norður yfir Tungudalsá og stefnt upp á Dýjafjallshnjúk. Sama leið farin til baka. Ef útlit er fyrir að það þurfi sérstakan búnað eins og brodda þá lætur fararstjóri vita tímanlega.
Vegalengd alls 20 km. Gönguhækkun: 1365 m.
Verð: 5.000/6.500. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.