- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Tunguheiði á Tjörnesi
Brottför kl. 8 með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Sigurgeir Sigurðsson.
Ekið að bænum Syðri-Tungu á Tjörnesi og gengið þaðan um Skarðsbrekku og Tunguheiði að Fjöllum í Kelduhverfi, en heiðin er gömul þjóðleið. Tunguheiði er brött að austan en aflíðandi niður Tjörnesið. Uppi á henni er Biskupsás (532 m) þaðan sem útsýni er gott á góðum degi.
Vegalengd alls 15-16 km. Gönguhækkun 400 m.
Verð: 14.500/16.500. Innifalið: Fararstjórn og rúta.
Þessa ferð þarf að greiða að fullu viku eftir skráningu, krafa verður stofnuð í netbanka. Sjá nánar um greiðsluskilmála hér