- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Gönguskarð í Kinnarfjöllum
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ingvar Teitsson
Verð: 4.500/3.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið að Ytra-Hóli í Fnjóskadal og að Hólsá. Gengið austur Gönguskarð. Farið í um það bil 500 m hæð á vatnaskilum. Vaða þarf tvær ár á leiðinni. Nokkuð er mýrlent á skarðinu. Vegalengd um 14 km. Gönguhækkun 220 m. Selflytja þarf bíla milli Hólsár og bæjarins á Hálsi í Kaldakinn. Þátttakendur í ferðum FFA eru minntir á að virða gildandi sóttvarnareglur og eins metra fjarlægð, gæta hreinlætis og hafa handspritt meðferðis.