- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Barna- og fjölskylduferð: Miðvíkurfoss og fjöruferð
Brottför kl. 17 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Fjóla Kristín Helgadóttir
Ekið að Miðvík beint niður af Víkurskarði. Gengið þaðan niður í fjöru og að tignarlegum fossi, Miðvíkurfossi sem fellur hér fram af niður í fjöru. Nokkuð bratt er þarna niður og svolítið klöngur, en stutt. Fjaran er áhugaverð fyrir börn en mjög grýtt og því nauðsynlegt að vera í góðum skóm. Miðvíkurfoss er falin perla, afar fallegur. Á leiðinni til baka verður efri fossinn skoðaður sem er ekki síður tignarlegur.
Þátttaka ókeypis.