Laugardaginn 23. s.l. var ákveðið að ganga á Súlur.Snjóleysið er að hrjá okkur enn einn veturinn, eins og þetta leit vel út fyrir um hálfum mánuði. Skíðaferðin um Hrossadal til
Veigastaða var sjálfhætt vegna snjóleysis en hugmynd var að fara upp á Flár um Reistarárskarð en sökum harðfennis og lítillar
þátttöku var hætt við. En á laugardagsmorgun var samt hringt í mig og ákveðið að ganga á Súlur því alltaf er
nú gaman að koma þangað og ekki spilti veðrið þótt veðurspáin gæfi ekki rétta mynd eins og oft er á þessu
svæði.
Frímmann Guðmundsson tók myndirnar.
Smellið
hér til að skoða.