Lýðheilsugöngur Ferðafélags Akureyrar

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Akureyrar nutu mikilla vinsælda í fyrra.

Í september verður lagt upp með göngur á miðvikudögum undir kjörorðinu „Lifum og njótum“. Göngurnar hefjast kl. 18:00 alla miðvikudaga og er fyrsta gangan þann 5. september. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mín. Tilgangurinn með verkefninu er sem fyrr að hvetja fólk á öllum aldri til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. Við leggjum áherslu á sömu þemu og í fyrra, þ.e. náttúru, vellíðan, sögu og vináttu.

 

Ferðafélag Akureryrar býður upp á þessar göngur í ár:

 

 Dagsetning

 Ganga

 Fararstjóri

 5. september 

 Norðurbrekkan

 Árni Ólafsson 

 12. september 

 Nonnastígur

 Anna Hermannsdóttir

 19. september 

 Meðfram Glerá

 Ingimar Eydal

 26. september 

 Gömlu Eyjafjarðarbrýrnar að austanverðu

 Ólafur Kjartansson

              

 Brottför klukkan 18.00 frá skrifstofu Ferðafélags Akureyrar, Strandgötu 23

Göngurnar eru allar um 60-90 mínútna langar.