- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Minnum á næstu lýðheilsugöngu á miðvikudaginn kl. 18. Mæting er á bílastæðinu á Gleráreyrum hjá Bakaríinu við brúna. Gengið verður upp með Glerá, um svæðið á Sólborg, yfir haga og óræktað land suðaustan við Glerá upp á göngubrú yfir ána. Síðan er gengið niður með Glerá að norðan og aftur á bílastæðið. Stoppað verður nokkrum sinnum á leiðinni og sagt frá Glerárvirkjun, SÍS verksmiðjunum, gróðri og fleiru sem fyrir augu ber á leiðinni. Þetta er um 4,5 km langur hringur. Fararstjóri Ingvar Teitsson.