- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Laugardaginn 20. október er fyrirhuguð gönguferð í Mývatnssveit ásamt gistingu á Fosshótelinu þar í sveitinni.
Farið verður á einkabílum frá skrifstofu FFA við Strandgötu kl. 10:00. Boðið verður uppá ca. 3 tíma létta gönguferð og að henni lokinni skrá menn sig inn á hótelið.
Þriggja rétta kvöldverður fyrir tvo ásamt morgunverði fyrir tvo. Tilboðsverð samtals fyrir tvo: 29.800 kr.
Tilboðsverð fyrir einstaklingsherbergi ásamt kvöldverði og morgunmat: 18.900 kr.
Á hótelinu er sauna (opið kl. 16-22) sem er opið öllum gestum.
Happy hour er kl. 17-18.
Skráning í ferðina hjá FFA í síma: 462-2720 á opnunartíma kl. 11-13 alla virka daga eða á netfangið ffa@ffa.is