- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
- Umsagnir
Ef þú ert að leita að útivist þar sem gengið er á fjöll og farið á áhugaverða staði á Norðurlandi þá er Komdu út og á fjöll
hópurinn fyrir þig. Tilvalið til að koma sér í form fyrir sumarið og njóta útiveru og góðs félagsskapar um leið.
Verkefnið hefst 20. maí og því lýkur 14./15. júní 2025.
Umsjón með verkefninu hafa Anna Sigrún Rafnsdóttir og Kristján Hreinsson og eru þau jafnframt fararstjórar í ferðunum.
Fyrirspurnum er hægt að beina til Önnu Sigrúnar á netfangið annasr45@gmail.com
eða í síma 848 1090 og Kristjáns á netfangið kristjan@grofargil.is eða í sím 892 7720.
Skráningu lýkur 13. maí og verkefnið hefst 20. maí. Nánari upplýsingar eru hér ásamt dagskrá.