- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Starf Ferðafélags Akureyrar byggir m.a. á starfi nefnda sem skipuleggja starf félagsins og við auglýsum eftir áhugasömu fólki til að vinna með okkur. Nefndum hefur verið fjölgað til að allar hugmyndir fái farveg og til að fá fleira áhugasamt fólk með okkur. Nefndir sem starfa innan FFA eru t.d. skálanefndir sem fara m.a. í vinnuferðir tvisvar á ári, mjög skemmtilegur félagsskapur. Núna starfa þrjár áhugaverðar ferðanefndir innan FFA, ferðanefnd sem sér um ferðaáætlun og Þaulann, ný nefnd um barna- og fjölskyldustarf og ný nefnd sem skipuleggur hreyfihópa, allar vilja fá nýtt fólk með sér.
Viðburðanefnd, gönguleiðanefnd og ritnefnd hafa ákveðin hlutverk og vilja líka fá áhugasamt fólk . Félaga- og kynningarnefnd hefur það hlutverk að koma með nýjungar í starf FFA, fjölga félögum og kynna félagið út á við, sú nefnd þiggur liðsauka.
Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Þorgerði formanni FFA á netfanginu togga@simnet.is og sími 692 6904 eða Einari á netfanginu einhj@simnet.is eða í síma 842 7824. Við hlökkum til að heyra frá ykkur sem fyrst.
Kynnið ykkur endilega starf FFA, þar er margt að gerast og góður félagsskapur