- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Hvannadalshnúkur er hæsti tindur landsins og takmark flestra fjallgöngumanna. Þeir sem leggja á sig gönguna uppskera ríkulega fyrir erfiðið enda er umhverfið með því stórbrotnasta sem fyrirfinnst hér á landi.Ekið á einkabílum í Skaftafell föstudaginn 29. maí og gist í svefnpokagistingu í Svínafelli. Gengið á Hnúkinn í samvinnu við Ferðafélag Íslands laugardaginn 30. maí, en sunnudagurinn er til vara vegna veðurs. Hæðarhækkun er 2000 metrar og má gera ráð fyrir að gangan taki í heild um 10-15 kl.st. Ekið heim daginn eftir uppgöngu. Nauðsynlegur búnaður er: Skór með góðum sóla, mannbroddar, belti, ísöxi, sólgleraugu, sóláburður, skjólgóður fatnaður og nesti.
Fararstjóri frá FÍ er Haraldur Örn Ólafsson.
Verð: kr. 12.000 / kr. 15.000
Innifalið: Fararstjórn, grillveisla og svaladrykkir.