- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
4.-6. apríl. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Frímann Guðmundsson
Verð: kr. 13.500/10.500 Innifalið: Gisting og fararstjórn.
Gengið frá Hólsgerði upp Vatnahjalla og í Bergland við Urðarvötn. Notið dvalarinnar um kvöldið og gist. Á laugardag er haldið áfram í Laugafell og slakað á í lauginni. Á sunnudegi er haldið heim og komið við í Berglandi, heilsað upp á Sankti-Pétur þaðan niður Vatnahjalla að bænum Hólsgerði. Þetta er toppupplifun fyrir fjallaskíðafólk.