Gönguvika FFA 19.-24. júní

19. júní.  Sumarsólstöður á Múlakollu 970 m. 

Brottför kl. 20 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. 
Fararstjórn: Einar Bjarki Sigurjónsson og Christina Finke
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Gengið upp á Múlakollu frá gamla Múlaveginum og upp dalinn norðan Brimnesár. Vegalengd alls 8 km. Gönguhækkun 930 m. ATH. Takmarkaður fjöldi.

 Skráning

 

20. júní. Sólstöðuganga í Hrísey  Nýtt

Brottför kl. 18.45 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Ferjan fer kl. 19.30 frá Árskógssandi.
Fararstjórn: Jóhannes Áslaugsson
Verð: Samkvæmt gjaldskrá ferjunnar.
Gengið verður um þorpið með staðkunnugum leiðsögumanni. Síðan er haldið norður eftir eynni að vitanum þar sem verður áð. Ferjan tekin til baka kl. 23.00.

Skráning

 

21. júní. Fossaganga I: Þverárgil í Eyjafirði  Nýtt

Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Svavar A. Jónsson
Verð: 2.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn.
Séra Svavar hefur gefið út bókina „Gljúfrabúi og giljadísir“ um fossa í nágrenni Akureyrar og mun segja frá henni í byrjun þessarar fyrstu ferðar.
Í framhaldinu verður haldið að Þverárgili í Eyjafirði, Þverá efri. Þar leiðir Svavar göngu upp með gilinu þar sem hægt er að sjá nokkra fallega fossa þar á meðal Foss í Mjaðmá og Litla-Goðafoss. Ferðin tekur 2-3 tíma og er einhver hækkun upp með gilinu til að sjá fossana.

 Skráning

 

22. júní. Fossaganga II: Fossárgil við Þelamörk  Nýtt

Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Svavar A. Jónsson
Verð: 2.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn.
Svavar leiðir þátttakendur um Fossárgil við Þelamörk. Í því gili er meðal annars hægt að sjá Háafoss og Hesthúsfoss. Ferðin tekur um það bil þrjá tíma og er einhver hækkun upp með gilinu til að sjá fossana.

 Skráning

 

23. júní. Jónsmessuganga á Haus í Staðarbyggðarfjalli 

Brottför kl. 22 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Farastjórn: Bóthildur Sveinsdóttir
Verð: 2.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn.
Gengið frá sumarhúsinu Seli upp brekkurnar að vörðunni nyrst á Hausnum. Mikið og fagurt útsýni. Stutt ganga. Gönguhækkun 270 m.

 Skráning

 

24. júní. Fossaganga III: Myrkárgil í Hörgárdal  Nýtt

Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Svavar A. Jónsson
Verð: 2.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn.
Svavar leiðir þátttakendur um Myrkárgil í Hörgárdal. Þar er meðal annars hægt að sjá Kálfafoss, Byrgisfoss og Geirufoss. Ferðin tekur um það bil þrjá tíma og er einhver hækkun upp með gilinu til að sjá fossana.

 Skráning