- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
28. febrúar. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Ingvar Teitsson.
Verð: 2.500/2000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið verður fram í Reykjadal og upp á Stafnsveginn. Þaðan verður gengið suðvestur á Herforingjavörðuna á Narfastaðafelli en þaðan er mjög víðsýnt. Næst verður gengið vestur í Heiðarsel, Gafl við Seljadalsá og norður í Narfastaðasel. Loks verður farið út í Skógarsel og saga eyðibýlanna rakin. Frá Skógarseli förum við norðvestur á Hringveg 1 við malarnámu austan í Fljótsheiði.
Vegalengd: 17 km, mikið til á flötu landi, áætlaður göngutími 6 klst.