- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Fjallaskíðanámskeiðið verður í tvennu lagi; byggt upp sem stutt námskeið og æfingar í byrjun og endar á lengri ferðum. Hægt er að skrá sig í hvort sem er annað námskeiðið eða bæði.
Fjallaskíðanámskeið I: Hefst 20. janúar og er fram í febrúar. Það byggist upp á góðum undirbúningsfundi, fjórum æfingum og einni lengri ferð.
Fjallaskíðanámskeið II: Hefst 11. mars og er fram í apríl. Það byggist upp á fimm lengri ferðum.
Umsjón með verkefninu og fararstjórar eru Kristín Irene Valdemarsdóttir og Jón Marinó Sævarsson.
Skráningu á fyrra námskeiðið lýkur 12. janúar. Nánari upplýsingar og skráning hér.